Fjölbreytileikinn allsráðandi

by Feb 18, 2015Blogg

Það var mikið um dýrðir í dag, öskudag, þegar ungir íbúar Laugarneshverfis lögðu undir sig safnaðarheimili Laugarneskirkju, og héldu upp á daginn með tilheyrandi hætti!

Umgjörðin var að venju dásamleg og litrík, þátttakendur í viðburðinum var starfsfólk Laugasels, foreldrafélags Laugarnesskóla og Laugarneskirkjufólk með Hjalta Jón í fararbroddi frábærra ungleiðtoga.

Það var undursamlegt að fylgjast með hvernig safnaðarheimilið breytti um svip á svipstundu, með litríkum búningum, hangandi tunnum úr lofti, draugaálmu undir kirkjuskipinu og á annað hundrað manns í góðum fíling.