Glatt á hjalla

by Feb 12, 2015Blogg

Það var glatt á hjalla í dag þegar Tríó Ingvars, Rúnu og Valda mættu með gömlu góðu lögin í eldri borgara starfið okkar. Tríóið skipa Ingvar Hólmgeirsson sem spilar á harmonikku, Rúna Sigurðardóttir syngur og Þorvaldur Skaftason spilar á gítar og syngur.

Samverur eldri borgara í Laugarneskirkju eru annan hvern fimmtudag og hefjast kl. 12 með kyrrðarstund í kirkjunni og léttum málsverði á eftir í safnaðarheimilinu á vægu verði. Eftir það er tekið í spil eða handavinnu og málefni líðandi stundar rædd eða hlustað á áhugaverða sögu.

Formleg dagskrá hefst kl. 14 en þá koma fyrirlesarar í heimsókn með fróðleiksmola eða tónlistarfólk heimsækir starfið.  Samverunni lýkur um kl. 16 með kaffisamsæti og spjalli.

Starfið leiðir Guðrún Kr. Þórsdóttir djákni ásamt þjónustuhópi kirkjunnar.