Hvar erum við – hvert viljum við fara?

by Feb 4, 2015Blogg

Laugarneskirkja er samfélag fólks sem vill vera trútt köllun sinni að fylgja Jesú Kristi og að bera boðskap hans um kærleika og jafnrétti allra vitni í heiminum. Til þess að geta gert þetta á sem bestan hátt, horfum við reglulega til hluta í innra og ytra umhverfi okkar sem hafa áhrif á hvernig við störfum og forgangsröðum.

Fyrir 12 árum fór söfnuðurinn í mjög flotta stefnumótunarvinnu þar sem styrkleikar, veikleikar, ógnanir og tækifæri voru greind af breiðum hópi. Í dag erum við að skoða útkomuna úr þessari vinnu og meta hana út frá aðstæðum dagsins.

Meðal þess sem við erum að skoða er hvort markmið, hlutverk og gildi Laugarneskirkju, sem voru orðuð með beinum hætti í stefnumótuninni árið 2003, eigi enn við.

Þá voru markmiðin: Opnar dyr – mannbætandi samfélag – góð aðstaða.

Þá var hlutverkið: Biðjandi – boðandi – þjónandi.

Þá voru gildin: Kærleikur – réttlæti – virðing.

Hlutverk sjálfsskoðunar og stefnumótunar á borð við þá sem fór fram 2003 og aftur í dag, er ekki síst að virkja visku fjöldans og fá fram ólíkar raddir til að hafa áhrif á hvernig við rækjum best köllun okkar að vera ljós og salt í heiminum, sem er verkefnið sem Jesús gaf okkur. Ef þú hefur skoðun og hugmyndir sem eiga við í þessu samtali, hvetjum við þig til að hafa samband!