Kósý stelpukvöld í fermingarfræðslunni

by Feb 25, 2015Blogg

Í kvöld hittust stelpurnar sem ganga til spurninga í Laugarneskirkju, ásamt mömmum og ömmum, og áttu gott og gagnlegt samtal um mikilvæg mál. Gerður Aagot Árnadóttir heimilislæknir ræddi um ýmislegt varðandi kynlíf og kynþroska, líkamlega, félagslega og tilfinningalega.

Strákarnir áttu sitt herrakvöld með svipaðri dagskrá fyrr í vetur, þá komu srákarnir með pabba sínum og öfum og fóru yfir mikilvæg mál í sambandi við að vera kynvera.

Síðasta glæran hjá Gerði lækni súmmeraði upp það mikilvægasta að hafa í huga þegar við tölum um kynlíf og unglinga:

Ástin
Virðing – fyrir sjálfum sér og öðrum
Umhyggja -fyrir sjálfum sér og öðrum
Þekkja sjálfan sig
Sjálfstæði
Sterk sjálfsmynd