Maríusöngvar

by Feb 24, 2015Blogg

Á föstudaginn kemur verða hádegistónleikar í kirkjunni. Hanna Þóra Guðbrandsdóttir, sópran og Antoníu Hevesi, píanóleikari flytja ljóð, bænir og aríur sem tengjast heilagri Maríu.
Einngi munu þær flytja aríu eftir Mozart.

Þær fluttu efnisskrána í Hafnaborg í desember síðastliðnum við góðar undirtektir og fengu góða umfjöllun í framhaldi af því.

Tónleikarnir hefjast kl. 12 og standa yfir í um hálfa klukkustund.
Aðgangseyrir er 1.500 kr.
(ath. að ekki er posi á staðnum)

Áður auglýstir tónleikar Bylgju Dísar Gunnarsdóttur, sópran og Díönu Lindar Monzon, gítarleikara sem eiga að vera næsta föstudag, falla niður vegna veikinda.

Sjáumst í huggulegu hádegi!