Týndu sálmanúmerin komu í leitirnar

by Feb 5, 2015Blogg

Margur er ríkari en hann hyggur segir máltækið. Það sýndi sig enn og aftur þegar gömlu fallegu sálmanúmerin sem voru brúkuð í gamla daga fundust uppi á hillu undir þykku ryklagi.

Nú er ekkert að vanbúnaði að taka aftur upp þann góða sið að hafa sálmanúmer guðsþjónustunnar uppi á vegg, kirkjugestum til þæginda og gleði.

Sóknarnefnd og sóknarprestur leita nú leiða til að finna hentuga leið til að festa númerin upp á vegg í kirkjuskipinu þannig að þau blasi vel við. Það tekur vonandi ekki langan tíma svo að innan skamms verði þau orðin órjúfanlegur hluti af sálmasöng í Laugarneskirkju.