Virkt tónlistaruppeldi

by Feb 3, 2015Blogg

Á hverjum þriðjudagsmorgni hittast foreldrar ungra barna í Laugarneskirkju og eiga ljúfa stund í samtali og góðri dagskrá. Það er Gerður Bolladóttir sem hefur haft umsjón með foreldramorgnunum í nokkur ár og hún tekur vel á móti litlum krílum og foreldrum þeirra.

Þar sem Gerður er menntaður tónlistarmaður er stutt í sönginn og leikinn á foreldramorgnunum. Í dag var tekinn smá session þar sem börnin fengu að leika með hristur, hlusta á flautuleik og fagran söng.