Ferming í kirkjunni – barnastarf í íþróttahúsi Laugarnesskóla

by Mar 26, 2015Sunnudagurinn

Það er komið að því! Fyrsta ferming ársins í Laugarneskirkju er á pálmasunnudag, þá fermast 14 ungmenni, níu drengir og fimm stúlkur. Athöfnin er kl. 11 en börnin eiga að mæta klukkutíma fyrr til að undirbúa sig fyrir stóru stundina. Sr. Kristín Þórunn og Hjalti Jón leiða stundina, kór Laugarneskirkju syngur undir stjórn Arngerðar Maríu tónlistarstjóra.

Fermingarguðsþjónustan er öllum opin og fjölskyldur og ástvinir fermingarbarnanna eru sérstaklega velkomin.

Á sama tíma er sunnudagaskóli í íþróttahúsi Laugarnesskóla. Við fáum aðstöðuna þar lánaða, þar sem mikið er um að vera í safnaðarheimilinu þennan dag. Það verður skemmtilegt að vera á þessum nýja stað og athuga hvernig Rebbi kann við sig….