Fermingarkyrtlar bíða eftir börnunum

by Mar 11, 2015Blogg

Núna er formlegu fermingarstarfi að ljúka en krakkarnir hafa að jafnaði hist vikulega og átt fjölbreytta og fræðandi samverur í undirbúningi fermingarinnar. Fermt verður í fjórum guðsþjónustum hér í Laugarneskirkju og verður hin fyrsta á pálmasunnudag kl. 11.

Í gær var mikið fjör þegar allir krakkarnir fengu að máta fermingarkyrtla og finna út hvaða stærð hentar þeim. Það voru frábærar kvenfélagskonur sem höfðu veg og vanda af því að halda utan um fermingarkyrtlana eins og þær hafa gert í áratugi!

Langar þig að lesa örlítið meira um fermingarkyrtla og hvernig sá siður komst á? Hér er stutt frásögn um það.