Gefandi samfélag í Laugarneskirkju um helgina

by Mar 11, 2015Sunnudagurinn

Það verður fjölbreytt helgihald á sunnudaginn í Laugarneskirkju. Bella og Keli sjá um sunnudagaskólann með sinni alkunnu snilld. Sr. Árni Svanur Daníelsson vefprestur þjónar ásamt messuþjónahópi og Sigurbjörn Þorkelsson flytur hugvekju.

Í hugvekjunni mun þetta meðal annars bera á góma:

Í augum Guðs ert þú óendanlega dýrmæt manneskja, sem verður ekki skipt útaf og sett á bekkinn, jafnvel ekki þótt þér kunni að vera mislagðar hendur.

Tónlist er í höndum Jóns Guðmundssonar gítarleikar sem flytur m.a. verk eftir J.S. Bach, og Arngerðar Maríu organista.