Lögin úr leikhúsinu á hádegistónleikum

by Mar 26, 2015Blogg

Enn ein helgin getur hafist með því að lyfta andanum og gleðja geðið, á hádegistónleikum í Laugarneskirkju.

Auður Gunnarsdóttir, sópran og Lilja Eggertsdóttir, píanóleikari, hafa unnið
saman síðastliðin ár og eru einnig samkennarar við Söngskóla Sigurðar Demetz.
Núna hafa þær unnið að dagskrá, sem fjallar um lögin úr leikhúsunum. Slegið er á létta strengi og lögin tengd saman á kómískan hátt, þó komi þau úr ólíkum áttum.
Þær munu flytja hluta af efnisskránni á hádegistónleikum í Laugarneskirkju, næstkomandi föstudag.

Tónleikarnir hefjast kl. 12 og taka um hálfa klukkustund.
Aðgangseyrir er 1.500 kr. 
(þess má geta að ekki verður posi á staðnum).

Sjáumst í skemmtilegu hádegi!

Hér má sjá efnisskrá sem flutt verður í Laugarneskirkju:

Kurt Weill (1900-1950):
Youkali
Wie lange noch?

Cole Porter (úr Kiss me Kate):
So in love

Robert og Richard Sherman (úr Mary Poppins):
Feed the bird

A.J. Lerner (úr My fair lady):
Wouldn‘t it be loverly
I could have danced all night