Sálmataflan er komin upp!

by Mar 27, 2015Blogg

Í fyrsta sinn í mörg ár er sálmatafla uppi á vegg í Laugarneskirkju. Snillingarnir okkar í sóknarnefndinni göldruðu þetta fram eftir að kassi með númeraplötunum fannst undir þykkur ryklagi í skrúðhúsinu.

Við vitum ekki hvers vegna gamla sálmataflan var tekin niður en hér eru nokkrar góðar ástæður fyrir að setja hana upp aftur:

1. Það er gott að hafa fyrir framan sig númerin á þeim sálmum sem verða sungnir í athöfninni.

2. Það er umhverfisvænna að ljósrita ekki messuskrá með sálmanúmerum fyrir hverja athöfn.

3. Mörgum finnst gefandi að fletta upp á sálmunum sem verða sungnir, velta þeim fyrir sér og íhuga innihaldið, í undirbúningi fyrir athöfnina.

P.S. Sálmanúmerin á myndinni eru bara uppstillt, fyrir myndina, enda sjá glöggir lesendur að það væri skrítin messa með þessum sálmum á þessum árstíma….