Samtal um kaffihús í hverfinu

by Mar 26, 2015Blogg

Mikill áhugi er meðal íbúa Laugarnesþorpsins að hér verði starfrækt kaffihús þar sem fólk getur komið saman í afslöppuðu umhverfi og notið þess sem upp á er boðið. Er það mál manna að svona staður sé hreinlega það eina sem vantar til að gera þetta hverfi fullkomið til búsetu.

Laugardaginn 28. mars kl. 11 verður opinn fundur í safnaðarheimilinu þar sem þetta mál verður rætt og ýmsar hliðar á því viðraðar. Allir eru velkomnir til að eiga gott samtal í þágu mannlífs og lífsgæða í Laugarneshverfi.