Útskrift úr Farskóla leiðtogaefna

by Mar 19, 2015Blogg

Þessir fallegu og kátu krakkar luku í gær tveggja vetra námskeiði í Farskóla leiðtogaefna sem er þjálfun á vegum æskulýðsstarfs kirkjunnar. Þau voru í stórum hópi ungmenna sem hafa hist reglulega og unnið með sig sjálf og skemmtileg viðfangsefni í því skyni að styrkja sig í starfi sem leiðtogi í kirkjunni.

Við í Laugarneskirkju erum reglulega stolt af þeim og öllum hinum ungleiðtogunum okkar. Til hamingju krakkar!