Biblían, Guð og bara allt – í mjög stuttu máli

by Apr 28, 2015Sunnudagurinn

Sunnudaginn 3. maí verður sannkölluð gleðistund í kirkjunni. Þá verður stutt og skemmtileg fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 og strax að henni lokinni verður frumsýndur söngleikur sem ber yfirskriftina Biblían, Guð og bara allt – í mjög stuttu máli.

Það eru hópar í barna- og æskulýðsstarfi Laugarneskirkju sem Hjalti Jón Sverrisson leiðir af snilld, sem hefur samið og æft þennan söngleik, sem eins og nafnið gefur til kynna sækir sér efnivið í sögur Biblíunnar og miðlar þeim í tali og tónum. Sýningin hefst ca. 11.30 og stendur í rúmar 20 mínútur.

Í guðsþjónustunni þjónar sr. Kristín Þórunn og það er enginn annar en Kjartan Sigurjónsson sem leikur undir söng.

Eftir guðsþjónustu og söngleik verður kökubasar í safnaðarheimilinu í umsjón kórs Laugarneskirkju sem aflar nú fjár fyrir Ítalíuferð sumarsins. Snilld að grípa með sér kaffibrauð og kökur fyrir sunnudaginn og styrkja kórinn til góðra verka.