Flogið yfir landamæri – guðsþjónusta og listsýning

by Apr 14, 2015Blogg

Sunnudaginn 19. apríl fögnum við lífi án landamæra í Laugarneskirkju.
Við guðsþjónustu kl. 11 þjónar sr. Kristín Þórunn sóknarprestur ásamt sr. Toshiki Toma presti innflytjenda og Lögreglukórinn syngur undir stjórn Arngerðar Maríu organista.Ávarp flytur Frida Adriana Martins sem er annar aðstandandi listsýningarinnar Flogið yfir landamæri ásamt Juliu Takagi, en sýningin verður opnuð að guðsþjónustu lokinni, kl. 12.
Sýningin er undir merkjum Listar án landamæra og er tileinkuð fiðrildum sem fljúga létt yfir landamæri – eins og sýningin sjálf sem krossar landamæri Íslands, Japans og Þýskalands sem og landamæri milli fatlaðra og ófatlaðra einstaklinga.
Einnig verður hið frábæra Kvenfélag Laugarneskirkju með kökubasar í safnaðarheimilinu á sama tíma, svo það verður nóg um að vera og eitthvað fyrir alla.
Innilega velkomin í guðsþjónustu og á opnun listsýningarinnar Flogið yfir landamæri á sunnudaginn kl. 11!

Viðburðurinn er á facebook.