Flogið yfir landamæri

by Apr 21, 2015Blogg

Það var mikið um dýrðir í kirkjunni á sunnudaginn. Strax að lokinni guðsþjónustu var sýningin  Flogið yfir landamæri opnuð en sýningin hún er hluti af listahátíðinni List án landamæra, sem er haldin til að brjóta niður múra og hindranir milli fatlaðra og ófatlaðra listamanna. Sýningin okkar hér í Laugarneskirkju er á myndum eftir tvær listakonur, önnur er þýsk en búsett hér á landi, Frida Adriana Martins, en hún er virkur sjálfboðaliði hér í kirkjunni og okkur af góðu kunn. Hin konan er Julia Takagi og býr í Japan. Þær hafa gert myndirnar sem eru til sýnis – og til sölu. Við setningu sýningarinnar flutti sr. Toshiki Toma stutt ávarp, en Toshiki þjónaði líka í guðsþjónustunni og við erum þakklát fyrir það.