Fúsi með okkar augum

by Apr 8, 2015Blogg

Næsta föstudag kl. 12 verður skemmtilegur viðburður hér í kirkjunni, þegar Steinunn Ása Þorvaldsdóttir sem margir þekkja úr þáttunum “Með okkar augum”, syngur lög Sigfúsar Halldórssonar. Með henni kemur fram lítil hljómsveit og tvær aðrar söngkonur, Hildigunnur Einarsdóttir og Þórunn Elín Pétursdóttir.  Í hljómsveitinni eru Þórunn Harðardóttir, víóla, Lilja Eggertsdóttir, píanó og Birgir Bragason, kontrabassi. Aðgangseyrir er kl. 1500 og allur ágóði tónleikanna rennur til líknardeildar Landspítalans í Kópavogi. Ekki er tekið við greiðslukortum.

Sjáumst í skemmtilegu hádegi!