Gospelkvöld í Hátúni 10B

by Apr 28, 2015Blogg

Allir sem hafa farið á Gospelkvöld með Þorvaldi Halldórs og Guðrúnu djákna vita hvað þau eru ógeðslega skemmtileg og engu lík!

Næst síðasta Gospelkvöld vetrarins er miðvikudaginn 29. apríl kl. 20, á 9. hæð í Hátúni 10B. Þar verður mikið sungið og leikið, auk Þorvalds og Guðrúnar kemur fram ungur trúbador að nafni Kristján Clausen og sr. Kristín Þórunn flytur orð frá eigin brjósti.

Gleðin er öllum opin!