Hádegisbænir og geggjað fjör með Þorvaldi

by Apr 8, 2015Blogg

Fimmtudaginn 9. apríl verður glatt á hjalla í eldri borgara starfinu í Laugarneskirkju! Eins og venjulega byrjum við með hádegisbænum og tónlistaríhugun kl. 12, svo er hægt að njóta dásamlegrar heimalagaðrar súpu sem Vigdís töfrar fram af sinni miklu snilli.

Kl. 14 hefst svo dagskrá þar sem Þorvaldur Halldórsson leikur undir söng og gefur af sinni list. Guðrún Kr. Þórsdóttir djákni leggur gátur fyrir hópinn, sem eru ekki allar þar sem þær sýnast!