Kaffihúsakvöld kvenfélagsins

by Apr 29, 2015Blogg

Já kæru vinir – það er komið vor og einn af vorboðunum í Laugarnesinu er kaffihúsakvöld kvenfélagsins. Það er haldið á mánudagskvöldið 4. maí og þar gefst okkur kostur á að koma saman, eiga ljúfa stund og styrkja gott málefni.

Á dagskrá er lifandi tónlist af ýmsu tagi, happdrætti og veitingar verða að hætti kvenfélagskvenna.

Allir eru innilega velkomnir, karlar og konur, ungir og aldnir! Aðgangseyrir er kr. 1000 fyrir fullorðna og kr. 500 fyrir yngri en 12 ára. Ekki er posi á staðnum.

Eigum ljúfa kvöldstund í hverfinu okkar!