Lögreglumessa 1. maí

by Apr 28, 2015Blogg

Á frídegi verkalýðsins 1. maí, verður árleg lögreglumessa haldin í Laugarneskirkju kl. 11. Lögreglumessan hefur verið haldin á þessum degi á hverju ári frá 1994 og er lögreglumönnum, fjölskyldum þeirra og samstarfsfólki sérstaklega fagnað á þessum stundum. Í ár þjónar sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir fyrir altari og Vilhjálmur Árnason, þingmaður og fyrrverandi lögregluþjónn er ræðumaður. Lögreglukórinn syngur af sinni alkunnu snilld, undir stjórn Guðlaugs Viktorssonar og organisti er Bjarni Jónatansson. Að lokinn guðsþjónustu er boðið upp á léttan hádegisverð.