Selirnir og sunnudagaskólinn

by Apr 8, 2015Blogg, Forsíðufrétt

Matartími selanna í Húsdýragarðinum markaði upphaf sunnudagaskólans að morgni páskadags. Á annað hundrað börn og fullorðnir komu saman við selalaugina og héldu svo í tjaldið í Húsdýragarðinum þar sem sunnudagaskólinn var haldinn.

Sunnudagaskólinn á páskadagsmorgni er samstarfsverkefni Áskirkju, Langholtskirkju og Laugarneskirkju og prestar og leiðtogar höfðu umsjón með honum ásamt Þorvaldi Halldórssyni sem lék undir og leiddi söng.

Allir skemmtu sér konunglega við leik og söng og góðar og uppbyggilegar sögur.