Dramatískt hádegi

by May 6, 2015Blogg

Síðustu hádegistónleikar vetrarins eru núna á föstudaginn, þegar Kammerhópurinn Stilla flytur verkið ‚Il Tromondo‘ eða Sólsetrið eftir Ottorino Respighi. Þetta 20 mínútna klassíska verk var samið árið 1914 fyrir strengjakvartett og söngrödd og er byggt á ljóði breska rithöfundarins Percy B. Shelley. Það fjallar á stórbrotin hátt um ástina, lífið og dauðann.

Tónleikarnir hefjast kl. 12 og taka um hálfa klukkustund.
Aðgangseyrir er 1.500 kr. og ekki er tekið við greiðslukortum.

Sjáumst í dramatísku hádegi!