Hvítasunna í Laugarnesinu

hvítasunna

Laugarneskirkja og hjúkrunarheimilið Sóltún taka höndum saman og halda hvítasunnuguðsþjónustu í samkomusal Sóltúns, sunnudaginn 24. maí kl. 14.

Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir sóknarprestur prédikar og þjónar ásamt Jóni Jóhannessyni djákna. Arngerður María Árnadóttir organisti leiðir tónlist.

Það er líka guðsþjónusta í Hátúni 12, Betri stofunni annarri hæð, kl. 13. Þar þjónar sóknarprestur ásamt Guðrúnu Kristínu djákna og Kristni Guðmundssyni meðhjálpara.

Stundirnar eru öllum opnar.

Vinsamlegast athugið að ekki verður guðsþjónusta um helgina í kirkjunni sjálfri.