Mögnuð messa á uppstigningardegi

by May 11, 2015Blogg

Uppstigningardagur er 40 dögum eftir páska og 10 dögum fyrir hvítasunnu! Þessi dagur hefur verið helgaður kirkjustarfi aldraðra í þjóðkirkjunni og margar skemmtilegar hefðir komist á í söfnuðum landsins í kringum þennan dag.

Í Laugarneskirkju verður messa kl. 14 þar sem sóknarprestur og djákni þjóna, en Ilmur Kristjánsdóttir, leikari og borgarfulltrúi flytur hugleiðingu. Kvartettinn Kvika leiðir söng og flytur ljúfa tóna, við undirleik Arngerðar Maríu Árnadóttur.

Eftir messu verður kraftmikið messukaffi í boði sóknarnefndarinnar og verður enginn svikinn af því.