Sumarstrengir og skírn

by May 28, 2015Blogg

Við fögnum þrenningarhátíð í Laugarneskirkju með strengjakvartett og skírn, kl. 11. Sr. Kristín Þórunn prédikar og þjónar ásamt messuþjónum, sem taka vel á móti þér. Strengjakvartettinn Stilla undir stjórn Lilju Eggertsdóttur leikur undir sálmasöng og flytur falleg verk. Hjalti Jón leikur við börnin og hvurn sinn fingur! Kaffi og djús eftir samveruna.