Drengjakór frá Drammen

by Jun 16, 2015Forsíðufrétt

Á sunnudaginn verða góðir gestir hér með okkur í Laugarneskirkju kl. 17. Drengjakór frá Bragernes kirkjunni í Drammen syngur Kvöldsálm (Evensong) undir stjórn Jørn Fevang.

Dagskráin tekur rúman hálftíma og inni í henni verður flutt stutt hugleiðing, textar lesnir og bænir og sálmar sungnir.

Á undan stundinni er boðið upp á stutt spjall í tilefni sýningarinnar Flogið yfir landamæri með Fridu Adriönu Martins en sýningunni, sem hefur staðið frá 19. apríl í safnaðarheimilinu, lýkur þar með. Spjallið byrjar kl. 16 og verður boðið upp á japanskt te.