Ferming á Sjómannadeginum

by Jun 6, 2015Blogg

Í Laugarneskirkju er löng hefð fyrir því að ferma á Sjómannadaginn. Reyndar er þetta vinsælasti dagurinn sem við bjóðum upp á í ár og á morgun fermast 17 börn í kirkjunni kl. 11.

Sr. Kristín Þórunn og Hjalti Jón þjóna við athöfnina ásamt messuþjónum. Kór Laugarneskirkju syngur undir stjórn Arngerðar Maríu Árnadóttur en kórinn er einmitt að leggja upp í ferð til Ítalíu morguninn eftir, þar sem þau flytja nokkra tónleika í samstarfi við kór Grindavíkurkirkju.

Þetta er jafnframt síðasta guðsþjónustan sem er haldin kl. 11 – því í sumar skiptum við yfir í tímann kl. 5 síðdegis!