Hátíðarsamvera í Rósagarðinum 17. júní

by Jun 11, 2015Blogg

Á þjóðhátíðardaginn verður hátíðleg stund í Rósagarðinum í Laugardalnum í Reykjavík kl. 11. Sú skemmtilega hefð hefur komist á að söfnuðurnir þrír við dalinn standa að sameiginlegri guðsþjónustu á þessum degi í fögru umhverfi Rósagarðsins og í ár eru það prestur og tónlistarfólk Laugarneskirkju sem þjóna og halda uppi dagskránni. Stundin er öllum opin.

Best er að leggja bílum við bílastæði leikskólans Vinagarðs, sem stendur við Holtaveg. Þaðan er örstuttur gangur eftir göngustíg að Rósagarðinum.

Gleðilega þjóðhátíð!