Sumarsamvera á Sóltúni 19. júní

by Jun 11, 2015Blogg

Í tilefni sumarsins og þeirra merkilegu tímamóta að 19. júní eru liðin 100 ár frá því konur hlutu kosningarétt á Íslandi, verður hátíðleg og gleðileg stund með heimilisfólki í Sóltúnsgarðinum kl. 11.

Sóknarprestur Laugarneskirkju sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir og Jón Jóhannsson djákni Sóltúns leiða stundina. Mikill söngur og gleði. Ef veðrið verður sérlega óhagstætt verður samveran flutt inn.