Þér Hrútar! Samtal í Laugarneskirkju

by Jun 15, 2015Blogg

Margir hafa hrifist af kvikmyndinni Hrútum eftir Grím Hákonarson og allir vita um upphefðina að utan – Hrútar eru eina íslenska kvikmyndin sem hefur hlotið verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Cannes.

Á þriðjudagskvöldið ætlum við að eiga samtal í safnaðarheimilinu okkar um þessa áhugaverðu mynd og verður leikstjórinn sjálfur, Grímur Hákonarson, með okkur til að taka þátt og sitja fyrir svörum.

Það er Reykjavíkurprófastsdæmi vestra og Laugarneskirkja sem standa fyrir samverunni. Héraðspresturinn, Árni Svanur Daníelsson, leiðir samtalið sem hefst að lokinni sýningu á Hrútum í Laugarásbíói kl. 18.

Viðburðurinn er á facebook.