Fermingarbörnin taka yfir

by Aug 25, 2015Blogg, Forsíðufrétt

Nú er komið að því að fermingarstarfið hefjist með þeim sem ætla að fermast í Laugarneskirkju vorið 2016.

Fermingarstarfið byrjar með fundi í Laugarneskirkju laugardaginn 29. ágúst kl. 11-12 þangað sem við boðum bæði foreldra og börn. Síðan hittumst við reglulega í kringum verkefni og fjölbreyttar samverur.

Við leggjum áherslu á gott samstarf við heimili barnanna og boðum aðstandendur á nokkra fundi yfir veturinn. Eins hvetjum við fjölskyldur til að sækja guðsþjónustur og helgistundir í sameiningu og gera kirkjuferðir þennan vetur að gæðastundum og góðri samveru.

Farið verður í Vatnaskóg 24.-25. september. Tímasetningin er ákveðin í samráði við skólastjórnendur Laugalækjaskóla en foreldrar þurfa að biðja um frí fyrir þau börn sem fara á fermingarbarnamótið.

Ef þú sérð þessa frétt og átt eftir að skrá þig í fermingarsstarfið getur þú skoðað þessa síðu þar sem allar frekari upplýsingar er að finna.