Það er ekki leiðinlegt að hittast með öðrum ung- og smábarnaforeldrum í Laugarneskirkju á þriðjudögum kl. 11-13. Gerður Bolladóttir er umsjónarkona starfsins, tekur vel á móti öllum og fitjar upp á fjölbreyttri og spennandi dagskrá á milli þess að bjóða upp á gott og heilnæmt te.

Foreldramorgnar í Laugarneskirkju byrja aftur eftir sumarfrí þriðjudaginn 1. september. Kíktu!