Það er gleðistund í Laugarneskirkju n.k. sunnudag þegar við hittumst í guðsþjónustu kl. 17. Þá verður ungur maður frá Kúrdistan skírður, en hann er hælisleitandi sem hefur dvalið frá því í vor á Íslandi. Hann hefur notað tímann til að læra um kristna trú og kynnast kirkjunni en hann hefur tekið þátt í starfi Laugarneskirkju með hælisleitendum, sem hittist vikulega.

Kristín Þórunn og Toshiki Toma þjóna og Arngerður María leiðir tónlist ásamt félögum úr kór Laugarneskirkju.

Allir innilega velkomnir.