Mannrækt í Laugarneskirkju

Pálmasunnudagur

Við njótum öll góðs af því að líta inn á við, vinna með reynsluna okkar og velta fyrir okkur hvernig við getum verið betur í stakk til að takast á við verkefni lífsins.

Á þriðjudögum í vetur verður hópastarf í Laugarneskirkju sem byggir á 12 spora kerfinu Vinir í bata.

Við hittumst í kirkjunni kl. 19.30 og eigum stutta íhugunarstund áður en hópastarf byrjar kl. 20. Á hverjum fundi er farið í ákveðið þema og við tökum með okkur smá verkefni heim til að hugsa um á milli funda.

OPNIR KYNNINGARFUNDIR verða haldnir:

– SUNNUDAGINN 30. ÁGÚST kl. 18 (eftir guðsþjónustu sem hefst kl. 17).
– ÞRIÐJUDAGINN 1. SEPT kl. 20.
– ÞRIÐJUDAGINN 8. SEPT kl. 20.

HÓPASTARF byrjar þriðjudaginn 15. september kl. 20 og þá skuldbindur fólk sig til að vera með í sínum hópi.