Regnbogamessa í Laugarneskirkju

by Aug 6, 2015Sunnudagurinn

Í samstarfi við Hinsegin daga verður haldin Regnbogamessa í Laugarneskirkju sunnudaginn 9. ágúst kl. 17.

Þema Regnbogamessunnar er sótt í liti regnbogans sem tákna m.a. fjölbreytileika og einingu í kærleika. Stundin er haldin í samstarfi við grasrótarhópinn Hinsegin í Kristi og Laugarnessafnaðar og að henni koma fulltrúar frá ólíkum trúfélögum.

Stundin, sem er hluti af off-venue dagskrá Hinsegin daga,fer fram á íslensku og ensku. Við heyrum lesið úr ritningunni, eigum saman bænastund og íhugun og hlustum á vitnisburð.

Smá hressing í lok stundarinnar. Það verður sérlega gaman að sjá ÞIG í Regnbogamessunni á sunnudaginn kl. 17.

Viðburðurinn er á facebook.