Eldri borgarar í Laugarneskirkju

by Sep 3, 2015Blogg

Eldriborgarastarf Laugarneskirkju hefst að nýju fimmtudaginn 17. september.

Starfið leiðir Guðrún Kr. Þórsdóttir djákni ásamt þjónustuhópi kirkjunnar.
 Húsið opnar kl. 13. Heitt á könnunni. Formleg dagskrá hefst kl. 14 með helgistund og söng í umsjá sóknarprests og organista og lýkur um kl. 16.

Framundan er dagskráin á þessa leið.

17. september
Jón R. Hjálmarsson, skólastjóri, fræðslustjóri og leiðsögumaður kemur í heimsókn. Hann hefur fengist við margvísleg ritstörf þ.á.m. skrifað Draugasögur við þjóðveginn sem kom út á þessu ári.

1. október
Spilum bingó saman. Umsjón hefur Þórey Dögg Jónsdóttir framkvæmdastjóri Eldriborgararáðs. Fólk er beðið um að koma með smá glaðning fyrir verðlaun í bingóinu.

15. október
Haustlitaferð út fyrir borgarmörkin – keyrt Hellisheiðina og í gegnum Grímsnesið upp í Bláskógarbyggð að Friðheimum. Þar fáum við hina einu sönnu Friðheimasúpu með heimabökuðu brauði og fræðslu um tómatarækt. Á leiðinni heim heimsækjum við Selfosskirkju og keyrum Þrengslin heim.

29. október
Pétur Eggertz leikari, leikstjóri og handritahöfundur kemur í heimsókn og segir frá eldklerknum sr. Jóni og uppfærslunni hjá Möguleikhúsinu á samnefndu leikverki.

12. nóvember
Ragnhildur Ásgeirsdóttir djákni og framkvæmdastjóri Biblíufélagsins kemur í heimsókn. Biblíufélagið er 200 ára á þessu ári . Ragnhildur fer yfir sögu félagsins og tekur gítarinn með.

26. nóvember
Tríó Ingvars, Rúnu og Valda mætir með gömlu góðu lögin. Tríóið skipa Ingvar Hólmgeirsson sem spilar á harmonikku, Rúna Sigurðardóttir syngur og Þorvaldur Skaftason spilar á gítar og syngur.

10. desember
Aðventustund með starfsfólki Laugarneskirkju og unglingunum hans Hjalta Jóns æskulýðsfulltrúa. Syngjum jólin inn.
Vertu velkomin í Laugarneskirkju