Aftansöngur laugardaginn 26. september

by Sep 23, 2015Sunnudagurinn

Aftansöngur að enskum sið (Evensong) verður fluttur í Laugarneskirkju á laugardaginn kl. 17.

Þetta form sem er einnig kallað kórvesper hefur lifað í hundruð ára og er falleg og hátíðleg leið til að ganga inn í helgina. Kór, prestur og söfnuður syngja bænir, sálma og víxlsöng. Það má syngja með eða bara sitja og njóta.

Vertu með og upplifðu stemninguna. Aftansöngur verður síðasta laugardag í mánuði í Laugarneskirkju í vetur, alltaf kl. 17.