Laugarnes á ljúfum nótum, 10. maí 2015.  Mynd: Árni Svanur DaníelssonHljómsveitin með langa nafnið; Besta Hljómsveit Heims II – Neon, sem starfrækt er hér í Laugarneskirkju undir leiðsögn Hrafnkels Más og Hjalta Jóns, mun koma fram á Flórunni annað kvöld og taka nokkur lög.
Það getur verið yndislegt á septemberkvöldi að rölta um grasagarðinn, fá sér einn ylvolgan kvöldbolla og hlusta á krakkana leika og syngja af fingrum og raddböndum fram.
Áætlað er að hljómsveitin muni koma fram í kringum kl.21.
Allir velkomnir – og kostar ekki krónu!