Eldri borgarar hittast

by Sep 16, 2015Blogg, Forsíðufrétt

Nú hefst starf eldri borgarastarfið í Laugarneskirkju af fullum krafti. Starfið leiðir Guðrún Kr. Þórsdóttir djákni ásamt þjónustuhópi kirkjunnar.


Fyrirkomulagið er þannig að húsið opnar kl. 13 og þá er heitt á könnunni og spjall í boði.

Formleg dagskrá hefst kl. 14 með helgistund og söng í umsjá sóknarprests og organista. Þá hefst dagskrá sem lýkur um kl. 16.

Á morgun þegar við hittumst kemur í heimsókn Jón R. Hjálmarsson, skólastjóri, fræðslustjóri og leiðsögumaður. Hann hefur fengist við margvísleg ritstörf þ.á.m. skrifað Draugasögur við þjóðveginn sem kom út á þessu ári.

Hér má sjá dagskrá eldri borgara starfs kirkjunnar fram að áramótum.