Fjölskylduguðsþjónusta 20. september

by Sep 17, 2015Sunnudagurinn

Haustið er skemmtilegur tími. Þá koma lömbin af fjöllum og kirkjustarfið fer á fulla ferð! Á sunnudaginn kemur verður fjölskylduguðsþjónusta í Laugarenskirkju, kl. 11. Stundina leiðir Hjalti Jón Sverrisson æskulýðsfulltrúinn okkar, ásamt Arngerði Maríu Árnadóttur organista.

Mikill söngur, líf og gleði! Allir innilega velkomnir. Reza og félagar hella upp á könnuna og bjóða í kaffi og djús eftir guðsþjónustu.

Á sama tíma er djáknavígsla í Dómkirkjunni þar sem Hrafnhildur Eyþórsdóttir verður vígð til þjónustu í Laugarneskirkju og Hátúni 10 og 12. Kristín sóknarprestur verður vígsluvottur við þá athöfn. Við bjóðum Hrafnhildi innilega velkomna til þjónustu í söfnuðinn okkar 🙂