Kórinn á Ítalíu

by Sep 1, 2015Blogg

Kór Laugarneskirkju fór í afar velheppnaða söngferð til Ítalíu nú í sumar ásamt kór Grindavíkurkirkju. Kórarnir heimsóttu Bolzano og nágrenni, skoðuðu sig um og skemmtu sér saman, og síðast en ekki síst, sungu eins og englar fyrir Ítalina.  Hápunkturinn voru tónleikar í kirkju einni í Bolzano þar sem kirkjan var þéttsetin og móttökurnar frábærar. Hópurinn söng einnig á torgum víðsvegar, svo sem við Gardavatnið og í Bolzano.

Mikil ánægja var með ferðina og verður fljótlega farið í það að skipuleggja næstu kórferð.