Nýi djákninn okkar heitir Hrafnhildur

by Sep 21, 2015Blogg

Í gær var vígð til djáknaþjónustu í Laugarnessöfnuði, Hrafnhildur Eyþórsdóttir. Hún mun starfa með teyminu okkar í Laugarneskirkju og í Hátúni 10 og 12, þar sem skrifstofan hennar verður. Þar byggir hún á frábæru starfi Guðrúnar Kr. Þórsdóttur sem var brautryðjandi í djáknaþjónustu meðal íbúa Hátúnsþorpsins en hefur nú látið af störfum.

Djákni er líðsmaður kirkjunnar sem hefur kærleiksþjónustuna sérstaklega á sinni könnu. Hrafnhildur mun veita samtöl og sálgæslu í Hátúni samkvæmt óskum, og taka þátt í helgihaldi þar og í kirkjunni. Hún verður líka með í fermingarfræðslu kirkjunnar og fleiri verkefnum.

Hrafnhildur er hjúkrunarfræðingur að mennt og líka sjúkraliði og húsasmiður. Við höfum fulla trú á því að allur þessi fjölbreytti bakgrunnur nýtist í starfinu og hlökkum til samstarfsins.

Á myndinni er fjölskylda Hrafnhildar, Stefanía kona hennar og börnin þeirra fjögur.