Nýtt Krílasálmanámskeið að hefjast

by Sep 30, 2015Blogg

Krílasálmar hefjast í Hallgrímskirkju 8. október kl. 13 og verða alla fimmtudaga í október og nóvember. Eftir jól færum við okkur yfir í Laugarneskirkju og hefjast Krílasálmarnir þar þann 21. jan og verða fram að páskum.
Krílasálmar eru tónlistarstundir fyrir ung börn, (ca. 3-18 mán) og foreldra þeirra, þar sem tónlist er notuð til að styrkja tengslamyndun og örva börnin.
Í tímunum er notast við sálma, íslensk þjóðlög og þekkt barnalög, yfirtónarík hljóðfæri og forvitnilegan hljóðheim.
Við syngjum fyrir börnin, vöggum þeim og dönsum og á þann hátt fá þau upplifun af tónlistinni sem hefur góð áhrif á tilfinninga- og hreyfiþroska þeirra.
Það krefst engrar sérkunnáttu að syngja fyrir og með barninu sínu. 

Krílasálmarnir eru samstarfsverkefni Hallgrímskirkju og Laugarneskirkju og verða í 8 vikur í senn í hvorri kirkju. Námskeiðsgjald er 6000 kr. Skráning fer fram á inga@hallgrimskirkja.is og arngerdur@laugarneskirkja.is