Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Hinsegin kórinn stígur á stokk ásamt kór Laugarneskirkju. Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir flytur orðið og þjónar ásamt messuþjónum Laugarneskirkju. Raggi Turner flytur hugvekju í tali og tónum.

Hjalti Jón og sunnudagaskólagengið á sínum stað. Reza og félagar gefa kaffi og djús.

Innilega velkomin/n.

Kl. 13 verður guðsþjónusta í Hátúni 12, Sjálfsbjargarhúsinu, í umsjón sóknarprests, organista, djákna og Kidda meðhjálpara. Allir velkomnir í Betri stofuna, annarri hæð!