Samfélag og sunnudagaskóli

by Sep 3, 2015Blogg

Á sunnudaginn byrjar starfið á fullu í kirkjunni kl 11. Þá hittumst við öll og bjóðum sunnudagaskólakrakkana og fermingarbörn vetrarins sérstaklega velkomin!

Í vetur verður helgihaldið okkar með fjölbreyttum hætti. Sunnudagar eru sérstaklega hátíðlegir og þá eigum við gæðastund saman í kirkjunni í söng, bæn og boðun.

Börnin taka virkan þátt í samkomu safnaðarins og í hverri guðsþjónustu eru fermingarbörn messuþjónar ásamt sjálfboðaliðum úr söfnuðinum.

Á sunnudaginn næsta njótum við fallegrar tónlistar frá Esteri Jökulsdóttur sem ætlar að leiða okkur í söng og sálmum með sinni fallegu rödd.

Innilega velkomin í Laugarneskirkju á sunnudaginn kl. 11.