Viltu vera messuþjónn?

Vorhátíðin

Ef þú finnur löngun eða þörf til að vera virkur þátttakandi í helgihaldi safnaðar í vetur, bjóðum við þig velkominn í hóp MESSUÞJÓNA í Laugarneskirkju.

Hvað er messuþjónn?

Messuþjónn er hlutverk, sem gengur út á að ca. einu sinni í mánuði eða fimmta hvern sunnudag, verður þú hluti af harðsnúnu gengi sjálfboðaliða sem mæta á sunnudagsmorgni og tekur þátt í undirbúningi og utanumhaldi á guðsþjónustu safnaðarins. Í því felst t.d. að lesa bænir, moka snjó af tröppum, heilsa kirkjugestum, hringja klukkum og vera opinn faðmur.

Hafðu samband við sr. Kristínu eða Vigdísi kirkjuvörð (kristin@laugarneskirkja.is – vigdis@laugarneskirkja.is) ef þetta kveikir í þér!