Ferð eldri borgara í Laugarneskirkju 15. október

by Oct 8, 2015Blogg, Forsíðufrétt

HAUSTFERÐ ELDRI BORGARA LAUGARNESKIRKJU, verður fimmtudaginn 15. október 2015.

Lagt verður á stað frá Laugarneskirkju stundvíslega kl. 12:00 og keyrt sem leið liggur yfir Hellisheiðina og gegnum Grímsnesið og upp í Bláskógarbyggð að Friðheimum. Þar neytum við hinnar einu sönnu Friðheimasúpu með heimabökuðu brauði og fáum jafnframt fræðslu um tómataræktun fjölskyldunnar. Á heimleiðinni heimsækjum við Selfosskirkju og fáum kaffisopa og fræðslu um kirkjuna. Keyrt til Reykjavíkur um Þrengslin og áætlaður komutími er á milli 16:30 og 17:00.

Skráning fer fram hjá Guðrúnu Kr. djákna gsm 699-5905 eða í Laugarneskirkju hjá Vigdísi sími 588-9422.

Ferðin kostar kr. 3.000 og greiðist við brottför.