Geðveik messa 11. október kl. 11

by Oct 8, 2015Sunnudagurinn

Laugarneskirkja býður til geðveikrar messu næstkomandi sunnudags í samstarfi við Alþjóða geðheilbrigðisdaginn – 10. okt. Dagurinn er ætlaður til að vekja athygli á stöðu fólks með geðsjúkdóma og aðstæðum þeirra.

Af þessu tilefni kemur til okkar skáldkonan og listakonan Elísabet Kristín Jökulsdóttir. Hún flytur ræðu dagsins og hefur af miklu að miðla, bæði sem notandi þjónustu við fólk með geðsjúkdóma og sem manneskja með stóran andlegan sjóð. Margir þekkja t.d. Bænabók Ellu Stínu sem Elísabet skrifaði og gaf út fyrir nokkrum árum.

Sr. Kristín Þórunn þjónar ásamt hópi messuþjóna, kór Laugarneskirkju syngur undir stjórn Arngerðar Maríu Árnadóttur og Hjalti Jón heldur utan um sunnudagaskólann í safnaðarheimilinu.

Verið innilega velkomin til geðveikrar messu á sunnudaginn í Laugarneskirkju.

Kl. 13 verður svo guðsþjónusta í Betri stofunni, Hátúni 12, Sjálfsbjargarhúsinu. Sóknarprestur og djákni Laugarneskirkju þjóna ásamt Kristni meðhjálpara. Tónlist undir stjórn Arngerðar Maríu Árnadóttur. Elma Atladóttir syngur einsöng.

Innilega velkomin!